Góður árangur á sýningum og veiðiprófum árið 2018!
Við erum ótrúlega ánægð og stolt af árangri hundanna okkar á sýningum, veiðiprófum og vinnuprófum á árinu 2018. Fjórir Great North Golden hundar, Guttormur, Hope, Jökull og Cesar, náðu að verða BOB og/eða BOS á sýningum og Stormur náði 1. einkunn í opnum flokki á veiðiprófi!
Guttormur eða Great North Golden Mount Beluka byrjaði árið á því að verða besti rakki tegundar (BOS) og besti öldungur og þá um leið fékk hann öldungameistaratitilinn sinn, á sömu sýningu varð dóttir hann Hope besti hvolpur tegundar og fjórði besti hvolpur sýningar!
Afkomendur Gottorms og Sólar úr sama goti tóku svo við á árinu og náði Great North Golden Sunshine Hope tvisar sinnum að verða BOB og einu sinni BOS einnig náði hún að verða ungliðameistari og RW-18, hún var einnig stigahæsti Golden ungliði ársins og annar stigahæsti Golden ársins. Great North Golden Belukha Power "Jökull" náði einnig að verða BOB, BIG-4 og BOS á árinu og að verða ungliðameistari og RW-18, Great North Golden Belukha Prime "Cesar" endaði svo árið með því að verða BOB og BIG-4 á seinustu sýningu ársins. Við erum eiginlega orðlaus og þakklát yfir þessum árangri hjá þessum systkinum og pabba þeirra!
Stormur eða Dewmist Glittern Glance náði mögnuðum árangri á árinu bæði í veiðiprófum og vinnuprófum, hann gerði sér lítið fyrir og fékk 1. einkunn í opnum flokki í veiðiprófi og 92/100 stig í vinnuprófi (WT) hann var einnig tvisvar kosinn besti hundur í sínum flokki og stigahæsti hundur í opnum flokki í vinnuprófi.