top of page

Alþjóðleg hundasýning 28.febrúar - 1.mars 2015

Glæsilegur árangur hjá hundunum okkar á sýningunni um helgina:

IMG_6083-001.JPG

C.I.E. ISShCh Standelbec Gabriella "Gaby" náði þeim frábæra árangri að verða 4. besti öldungur sýningar, svakalega glæsilegur árangur hjá Gaby sem flaug inn hringinn og gleislaði sem aldrei fyrr, rétt tæplega 10 ára gömul. Að hugsa sér að þessi tík fékk krabbamein fyrir tæpum 2 árum og þurfti að gangast undir 2 stórar aðgerðir, í dag er hún eins og unglingur!!

RW- 14 ISShCH Heatwave Little Miss Sunshine "Sól" varð besta tík tegundar með CACIB stig og varð það hennar 4. stig sem gerir hana að Alþjóðlegum sýningarmeistara, glæsilegur árangur hjá þessari ungu tík sem er ný orðin 3 ára!

Svo náði C.I.E. ISShCh Standelbec Gabriella "Gaby" því að verða 3. besta tík tegundar auk þess að verða besti öldungur tegundar.

Rökkunum okkar gekk ekki alveg eins vel:

RW-13 og -14 Dewmist Glitter´n Glance "Stormur" varð annar besti rakki í opnum flokki með verry good og Great North Golden Arcticwolf "Virgill" varð 3. besti rakki í opnum flokki einnig með verry good, rakkarnir fengum mjög fína dóma.

Þess má geta að Perlugull Lady náði því að verða 4. besta tík tegundar með meistaraefni, en hún er dóttir ISShCh Great North Golden Mount Beluka "Guttorms".

Dómari að þessu sinni var Vincent O'Brien (Írlandi).

RW- 14 ISShCH Heatwave Little Miss Sunshine "Sól" nýr Alþjóðlegur Sýningarmeistari!

IMG_5786.JPG

C.I.E. ISShCh Standelbec Gabriella "Gaby" á leið sinni í stóra hringinn - BÖS-4!!

IMG_6066.JPG

Featured Posts
Recent Posts
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page